Kol
  • Finna veitingastað
  • Póstlisti
Þátttakendur á póstlista eiga möguleika á því að vinna gjafabréf á veitingastaði o.fl.
Skráðu þig hér
Staður - Greifinn in Akureyri, Iceland.
Greifinn  |  Glerárgötu 20, 600 Akureyri  |  s. +354 460 1600  |   Greifinn - Eitthvað fyrir alla

Veitingahúsið Greifinn á Akureyri er án efa einn vinsælasti veitingastaður bæjarins. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil þar sem verðlagi er stillt í hóf. Greifinn er tilvalinn fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa sem vilja gera sér glaðan dag yfir mat og drykk.

Markmið Greifans hefur frá upphafi verið að hafa fjölbreytni að leiðarljósi og reka blandaðan veitingastað sem höfðar til allra. Greifinn er byggður á amerískri hugmyndafræði þar sem hröð en jafnframt góð þjónusta er í fyrirrúmi. Þrátt fyrir þetta er lögð áhersla á fjölbreyttan matseðil sem endurnýjaður er reglulega. Á honum má meðal annars finna pizzur, steikur, fiskrétti, pastarétti og tex mex rétti ásamt ýmsum forréttum og eftirréttum. Einnig má finna á Greifanum mikið og gott úrval léttvína sem eru sérvalin af framreiðslumeistara hússins.

Greifinn er fjölskyldustaður af bestu gerð og kappkostar að þjóna sem fjölbreyttustum hópi viðskiptavina. Góð ímynd staðarins er þekkt af þeim fjölda ánægðra gesta sem hafa í gegnum tíðina notið þjónustu Greifans.

Einnig bíður greifinn upp á salarleigu sem er einkar hentug fyrir hverskonar hópa, hvort sem um er að ræða fundi eða veislur.Dæmigert verð fyrir aðalrétt:
2.500 kr. - 4.000 kr.


Álit af handahófi:

Dagsetning: 30.6.2013 21:08
Nafn: Sævar
Stjörnur:
Álit: Fjölskyldan fór út að borða á Greifann í kvöld. Fínt að gera setið við öll borð samt bara 15 mín. bið eftir borði. Matur og þjónusta var til fyrirmyndar! Frábær staður! Kem svo sannarlega aftur á Greifann fljótlega! Takk fyrir okkur.
Sjá öll álit
  Gefa álit
Vefsíða:
Netfang:
Heimasíða á ensku:
Matseðill á netinu:
Matseðill á ensku:
Borðapantanir:
Veisluþjónusta:
Veislusalur:
Fjöldi sala:
4
Fjöldi í sal:
10 - 120
Leitarorð:
Barnamatseðill, Fjölskyldustaður, Hamborgarar, Hádegi, Ís, Íslenskur, Lambakjöt, Nautakjöt, Pasta, Salöt, Súpur

Til baka  
parket kopar 150*200 ernir150x540 Booking - Visit Visitors Guide 150 SOS banner